Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 19:06 Frá mótmælum gegn tilnefningu Kavanaugh. Heitar tilfinningar eru vegna tilnefningarinnar sem getur haft veruleg áhrif á bandarísk samfélag til næstu áratuganna. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15