Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Andri Eysteinsson skrifar 1. október 2018 18:28 Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman. Vísir/Getty Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor. Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman. Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka. Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden. Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972. Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor. Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman. Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka. Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden. Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972. Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein