Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2018 09:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. ksí Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51
Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15
Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15
Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45
Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00