Arnault dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2018 10:34 Jean-Claude Arnault hefur verið áberandi í sænsku menningarlífi síðustu árin. Vísir/EPA Dómstóll í Stokkhólmi í Svíþjóð dæmdi í morgun hinn 72 ára Jean-Claude Arnault í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2011. Arnault hefur verið þekktur sem Kulturprofilen í Svíþjóð og hefur mál hans teygt anga sína inn í Sænsku Akademíuna og leitt til afsagnar sjö meðlima hennar síðan í apríl. Arnault var einnig dæmdur til að greiða konunni 115 þúsund sænskar krónur í miskabætur, um 1,5 milljón íslenskra króna. Arnault skal haldið í gæsluvarðhaldi þar til að afplánun hefst.Tvö tilvik Í ákæru var Arnault sakaður um að hafa nauðgað konu í tvígang, fyrst haustið 2011 og svo aftur um vetur sama ár. Hann var sakfelldur fyrir annað tilvikið. Saksóknari hafði farið fram á þriggja ára fangelsi. Arnault neitaði sök í málinu og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í síðustu viku þar sem talið var að hann gæti flúið land áður en dómur myndi féll.Giftur fyrrverandi miðlimi Akademíunnar Grunsemdir um brot Arnault rötuðu fyrst í fjölmiðla í nóvember á síðasta ári í kjölfar rannsóknar Dagens Nyheter þar sem átján konur greindu frá því að hafa verið áreittar eða nauðgað af honum. Arnault er giftur fyrrverandi meðlimi Sænsku Akademíunnar og hefur sjálfur verið áberandi í sænsku menningarlífi síðustu ár. Mál Arnault varð til þess að í maí síðastliðinn var greint frá því að bókmenntaverðlaun Nóbels yrðu ekki afhent í ár. Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Engin Nóbelsverðlaun verða veitt fyrir bókmenntir í ár. 4. maí 2018 07:29 Nauðgunarákæra í Nóbelsnefndarhneykslinu Eiginmaður nefndarkonu er ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í tvígang árið 2011. 12. júní 2018 13:56 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Dómstóll í Stokkhólmi í Svíþjóð dæmdi í morgun hinn 72 ára Jean-Claude Arnault í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2011. Arnault hefur verið þekktur sem Kulturprofilen í Svíþjóð og hefur mál hans teygt anga sína inn í Sænsku Akademíuna og leitt til afsagnar sjö meðlima hennar síðan í apríl. Arnault var einnig dæmdur til að greiða konunni 115 þúsund sænskar krónur í miskabætur, um 1,5 milljón íslenskra króna. Arnault skal haldið í gæsluvarðhaldi þar til að afplánun hefst.Tvö tilvik Í ákæru var Arnault sakaður um að hafa nauðgað konu í tvígang, fyrst haustið 2011 og svo aftur um vetur sama ár. Hann var sakfelldur fyrir annað tilvikið. Saksóknari hafði farið fram á þriggja ára fangelsi. Arnault neitaði sök í málinu og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í síðustu viku þar sem talið var að hann gæti flúið land áður en dómur myndi féll.Giftur fyrrverandi miðlimi Akademíunnar Grunsemdir um brot Arnault rötuðu fyrst í fjölmiðla í nóvember á síðasta ári í kjölfar rannsóknar Dagens Nyheter þar sem átján konur greindu frá því að hafa verið áreittar eða nauðgað af honum. Arnault er giftur fyrrverandi meðlimi Sænsku Akademíunnar og hefur sjálfur verið áberandi í sænsku menningarlífi síðustu ár. Mál Arnault varð til þess að í maí síðastliðinn var greint frá því að bókmenntaverðlaun Nóbels yrðu ekki afhent í ár.
Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Engin Nóbelsverðlaun verða veitt fyrir bókmenntir í ár. 4. maí 2018 07:29 Nauðgunarákæra í Nóbelsnefndarhneykslinu Eiginmaður nefndarkonu er ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í tvígang árið 2011. 12. júní 2018 13:56 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02
Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Engin Nóbelsverðlaun verða veitt fyrir bókmenntir í ár. 4. maí 2018 07:29
Nauðgunarákæra í Nóbelsnefndarhneykslinu Eiginmaður nefndarkonu er ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í tvígang árið 2011. 12. júní 2018 13:56