Löglegt en yfirmáta lélegt Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2018 14:29 Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun