Róttækra breytinga er þörf Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. október 2018 07:00 Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu viku var umrædd skýrsla í brennidepli og sú staðreynd að norðurskautið hitnar tvöfalt hraðar en meðaltalið á Jörðinni. Á fundinum var ekki síst áhrifaríkt að heyra fulltrúa frumbyggjasamtaka allt í kringum norðurskautið lýsa því hvaða breytingar hafa þegar átt sér stað. Þau sögðu sögur af skógareldum, votlendi sem hefur horfið, dýrahjörðum sem hegða sér öðruvísi en áður og ám sem eitt sinn voru ísi lagðar stóran hluta árs en eru í dag orðnar farartálmar því ísinn hefur bráðnað. Samhljómur fólks frá Alaska, nyrstu svæðum Kanada, fulltrúa Ínúíta, Sama og fólks frá Síberíu var algjör: Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem snertir einhverja aðra í fjarlægri framtíð. Þær eru nú þegar allt umlykjandi í lífi þeirra.Jarðefnaeldsneyti verður að víkja Skýrslan um loftslagsbreytingar er sláandi lesning en sýnir jafnframt að ef við grípum til róttækra aðgerða getum við sannarlega haft áhrif á þróunina. Jarðefnaeldsneyti verður meðal annars að víkja og binda þarf koltvísýring úr andrúmslofti í stórum stíl. Í fyrstu útgáfu af nýútkominni aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hér á landi er einmitt lögð áhersla á orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt loftslagsskýrslunni þurfum við að ná kolefnishlutleysi á Jörðinni árið 2050. Hér á landi höfum við sett okkur það markmið tíu árum fyrr – árið 2040. Við þurfum öll að leggjast á árarnar, ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í landinu, ég og þú. Eins og bent hefur verið á erum við sem nú lifum á Jörðinni fyrsta kynslóðin sem upplifir þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og sú seinasta sem getur komið í veg fyrir þær.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu viku var umrædd skýrsla í brennidepli og sú staðreynd að norðurskautið hitnar tvöfalt hraðar en meðaltalið á Jörðinni. Á fundinum var ekki síst áhrifaríkt að heyra fulltrúa frumbyggjasamtaka allt í kringum norðurskautið lýsa því hvaða breytingar hafa þegar átt sér stað. Þau sögðu sögur af skógareldum, votlendi sem hefur horfið, dýrahjörðum sem hegða sér öðruvísi en áður og ám sem eitt sinn voru ísi lagðar stóran hluta árs en eru í dag orðnar farartálmar því ísinn hefur bráðnað. Samhljómur fólks frá Alaska, nyrstu svæðum Kanada, fulltrúa Ínúíta, Sama og fólks frá Síberíu var algjör: Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem snertir einhverja aðra í fjarlægri framtíð. Þær eru nú þegar allt umlykjandi í lífi þeirra.Jarðefnaeldsneyti verður að víkja Skýrslan um loftslagsbreytingar er sláandi lesning en sýnir jafnframt að ef við grípum til róttækra aðgerða getum við sannarlega haft áhrif á þróunina. Jarðefnaeldsneyti verður meðal annars að víkja og binda þarf koltvísýring úr andrúmslofti í stórum stíl. Í fyrstu útgáfu af nýútkominni aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hér á landi er einmitt lögð áhersla á orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt loftslagsskýrslunni þurfum við að ná kolefnishlutleysi á Jörðinni árið 2050. Hér á landi höfum við sett okkur það markmið tíu árum fyrr – árið 2040. Við þurfum öll að leggjast á árarnar, ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í landinu, ég og þú. Eins og bent hefur verið á erum við sem nú lifum á Jörðinni fyrsta kynslóðin sem upplifir þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og sú seinasta sem getur komið í veg fyrir þær.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun