Höfuðborgarbúar nota heitt vatn sem aldrei fyrr Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 14:57 Þegar kalt er í veðri og stormur úti þykir gott að nota heitt vatn. Getty/Sonja Kury Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til höfuðborgarbúa, bæði heimila og fyrirtækja, en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. Ástæðan er sögð einföld í fréttabréfi Veitna: Tíðarfarið „September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert,“ eins og það er orðað. September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. „Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi,“ segir í fréttabréfinu. Þrátt fyrir að Veitur telji að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan gætu þó fleiri þættir verið að verki. „Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.“ Um 90% notkunar heimila á heitu vatni fer í ofnakerfið. Vilji fólk lækka orkureikninginn er því þannig ráðlagt að yfirfara hitakerfi hússins til að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og til að ná hámarksnýtingu heita vatnsins. Þá er einnig kjörið að gæta að þéttleika og einangrunar hurða og glugga. Að sama skapi ætti ekki að opna glugga að óþörfu þegar kalt er í veðri, því þá er hitanum hleypt út.Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 2014-2018Infogram Neytendur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til höfuðborgarbúa, bæði heimila og fyrirtækja, en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. Ástæðan er sögð einföld í fréttabréfi Veitna: Tíðarfarið „September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert,“ eins og það er orðað. September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. „Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi,“ segir í fréttabréfinu. Þrátt fyrir að Veitur telji að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan gætu þó fleiri þættir verið að verki. „Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.“ Um 90% notkunar heimila á heitu vatni fer í ofnakerfið. Vilji fólk lækka orkureikninginn er því þannig ráðlagt að yfirfara hitakerfi hússins til að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og til að ná hámarksnýtingu heita vatnsins. Þá er einnig kjörið að gæta að þéttleika og einangrunar hurða og glugga. Að sama skapi ætti ekki að opna glugga að óþörfu þegar kalt er í veðri, því þá er hitanum hleypt út.Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 2014-2018Infogram
Neytendur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira