Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 14:01 Sama dag og Pompeo utanríkisráðherra hitti Salman konung sendu Sádar stóra greiðslu til Bandaríkjanna sem beðið hafði verið eftir. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sendu Bandaríkjastjórn hundrað milljón dollara greiðslu sama dag og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við Salman konung vegna hvarfs sádiarabísks blaða- og andófsmanns. Greiðslur er sögð vekja spurningar um að Sádar séu að reyna að kaupa sér stuðning Bandaríkjamanna vegna málsins. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann fór inn á skrifstofuna. Sádar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt hvarfi hans eða mögulegum dauða. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur hikað við að ganga á Sáda um afdrif Khashoggi. Trump hefur sjálfur sagt að Bandaríkin hafi of mikla hagsmuni af olíu- og vopnaviðskiptum við Sáda. Hefur hann dregið í efa að ásakanirnar um ábyrgð þeirra á hvarfi Khashoggi eigi við rök að styðjast. Nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að greiðsla sem Sádar höfðu lofað Bandaríkjunum fyrir því að taka þátt í uppbyggingarstarfi í norðaustanverðu Sýrlandi hafi verið millifærð á þriðjudag, sama dag og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, heimsótti Salman konung Sádi-Arabíu, til að ræða hvarf Khashoggi.Washington Post segir að efasemdir hafi verið uppi um að Sádar ætluðu að standa við fyrirheit sín um að taka þátt í kostnaðinum. Tímasetning greiðslunnar nú veki upp spurningar um hvort að með henni séu Sádar að reyna að kaupa sér grið frá Bandaríkjastjórn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir að greiðslan hafi farið fram en neitar því að hún hafi haft nokkuð að gera með viðræður Pompeo við Salman konung.Leyniþjónustan æ vissari um aðild krónprinsins Á meðan halda Tyrkir ásökunum um ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi á lofti. Haft er eftir þarlendum embættismanni að hljóðupptökur sýni fram á að blaðamaðurinn hafi verið pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofunni. Komið hefur fram að nokkrir menn í hópi Sáda sem kom á ræðisskrifstofuna sama dag hafi tengsl við Mohammed bin Salman, krónprins, Sádi-Arabíu. New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn séu að verða vissir í sinni sök um að bin Salman krónprins eigi sök á morði á Khashoggi. Þeir hafi enn ekki náð að afla sér eigin upplýsinga um beina aðild krónprinsins eða hvort að hann hafi gefið beina skipun um að hann skildi tekinn höndum eða myrtur. Vísbendingar hnígi þó í þá átt að prinsinn hafi komið nálægt hvarfi Khashoggi, þar á meðal að lífverðir hans hafi verið í hópi manna sem Tyrkir segja að hafi verið morðsveit send frá Sádi-Arabíu. Þá hafi leyniþjónustan fengið njósnir af samtölum sádiarabískra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleg áform um að taka Khashoggi höndum. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post. Trump forseti hefur meðal annars vísað til þess að Khashoggi hafi ekki verið ríkisborgari sem ástæðu þess að hvarf hans hafi ekki verið rannsakað sérstaklega og að stjórn hans hafi ekki gengið harðar að Sádum vegna þess. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sendu Bandaríkjastjórn hundrað milljón dollara greiðslu sama dag og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við Salman konung vegna hvarfs sádiarabísks blaða- og andófsmanns. Greiðslur er sögð vekja spurningar um að Sádar séu að reyna að kaupa sér stuðning Bandaríkjamanna vegna málsins. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann fór inn á skrifstofuna. Sádar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt hvarfi hans eða mögulegum dauða. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur hikað við að ganga á Sáda um afdrif Khashoggi. Trump hefur sjálfur sagt að Bandaríkin hafi of mikla hagsmuni af olíu- og vopnaviðskiptum við Sáda. Hefur hann dregið í efa að ásakanirnar um ábyrgð þeirra á hvarfi Khashoggi eigi við rök að styðjast. Nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að greiðsla sem Sádar höfðu lofað Bandaríkjunum fyrir því að taka þátt í uppbyggingarstarfi í norðaustanverðu Sýrlandi hafi verið millifærð á þriðjudag, sama dag og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, heimsótti Salman konung Sádi-Arabíu, til að ræða hvarf Khashoggi.Washington Post segir að efasemdir hafi verið uppi um að Sádar ætluðu að standa við fyrirheit sín um að taka þátt í kostnaðinum. Tímasetning greiðslunnar nú veki upp spurningar um hvort að með henni séu Sádar að reyna að kaupa sér grið frá Bandaríkjastjórn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir að greiðslan hafi farið fram en neitar því að hún hafi haft nokkuð að gera með viðræður Pompeo við Salman konung.Leyniþjónustan æ vissari um aðild krónprinsins Á meðan halda Tyrkir ásökunum um ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi á lofti. Haft er eftir þarlendum embættismanni að hljóðupptökur sýni fram á að blaðamaðurinn hafi verið pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofunni. Komið hefur fram að nokkrir menn í hópi Sáda sem kom á ræðisskrifstofuna sama dag hafi tengsl við Mohammed bin Salman, krónprins, Sádi-Arabíu. New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn séu að verða vissir í sinni sök um að bin Salman krónprins eigi sök á morði á Khashoggi. Þeir hafi enn ekki náð að afla sér eigin upplýsinga um beina aðild krónprinsins eða hvort að hann hafi gefið beina skipun um að hann skildi tekinn höndum eða myrtur. Vísbendingar hnígi þó í þá átt að prinsinn hafi komið nálægt hvarfi Khashoggi, þar á meðal að lífverðir hans hafi verið í hópi manna sem Tyrkir segja að hafi verið morðsveit send frá Sádi-Arabíu. Þá hafi leyniþjónustan fengið njósnir af samtölum sádiarabískra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleg áform um að taka Khashoggi höndum. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post. Trump forseti hefur meðal annars vísað til þess að Khashoggi hafi ekki verið ríkisborgari sem ástæðu þess að hvarf hans hafi ekki verið rannsakað sérstaklega og að stjórn hans hafi ekki gengið harðar að Sádum vegna þess.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27