Laxeldið og leiga fyrir náttúruafnot Þórólfur Matthíasson skrifar 18. október 2018 07:00 Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun