Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 15:51 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00