Kynjastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. október 2018 06:00 Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar