Háðfuglarnir furðu lostnir yfir Trump og „hrossasmettinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2018 12:30 Jimmy Kimmel, Stephen Colbert og James Corden fóru yfir málin í þáttum gærkvöldsins. Skjáskot/Youtube Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“ Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30