Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2018 09:00 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins. Getty Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira