Hringrásarhagkerfið og nýsköpun Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrund Gunnsteinsdóttir Loftslagsmál Nýsköpun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun