Skerðing vinnuvikunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 17. október 2018 10:00 Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun