Tók Nexus fimm ár að sprengja utan af sér húsnæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2018 13:51 Í kjallara Glæsibæjar munu spilaáhugamenn og bókmenntaunnendur hreiðra um sig í nýrri verslun Nexus. Vísir/Vilhelm Eftir aðeins fimm og hálft ár í Nóatúni hafa aðstandendur sérvöruverslunarinnar Nexus tekið ákvörðun um að stækka rækilega við sig. Til stendur að opna nýja, 1630 fermetra verslun í kjallara Glæsibæjar, sem eitt sinn hýsti íþróttavöruverslunina Útilíf. Gísli Einarsson, eigandi Nexus, segir ástæðuna fyrir flutningunum einfalda: Starfsemin hafi hreinlega verið búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Nóatúni, þangað sem Nexus flutti árið 2013. Verslunin sérhæfir sig í verslun með myndasögur, borðspil, bækur, leikföng, DVD myndir, veggspjöld - í raun öllu því sem tengist vísindaskáldskap eða ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum sem Gísli segir að verði vinsælli með hverju árinu. Nýja húsnæðinu fylgja margvíslegir kostir, að sögn Gísla. Ekki aðeins er rýmið um tvöfalt stærra en verslunin í Nóatúni; sem býður upp á stærri spilaaðstöðu, skrifstofu, verslun og lager, heldur einnig mikið magn bílastæða auk þægilegra strætósamgangna. Þar að auki hafi aðstandendur Nexus fjölda nýrra hugmynda, að sögn Gísla, sem hægt verður að hrinda í framkvæmd með auknu plássi. Hann segir þó of snemmt að gefa upp hvað stendur til, það komi í ljós í fyllingu tímans. Gísli Einarsson, eigandi Nexus.Vísir/GVA Hann segir að nú sé unnið að því að koma aðstöðunni í stand, en ekki hefur verið rekstur í rýminu í um tvö ár. Til að mynda þurfa að bæta aðgengismál en rúllustigarnir fyrir framan verslunina eru sem stendur í ólagi. Þá sé jafnframt ætlunin að standsetja lyftu sem notendur hjólastóla og aðrir sem eiga erfitt með gang geti nýtt sér. Miðbæjaropnun hugsanleg Áður en Nexus fluttist í Nóatún hafði verslunin aðsetur á Hverfisgötu og voru margir sem grétu brotthvarf búðarinnar úr miðbænum, eftir um 18 ára veru þar. Þá opnaði Nexus jafnframt útibú í Kringlunni í nóvember árið 2016. Gísli segir að fari svo að verslunin nái að skjóta almennilega rótum í Glæsibæ sé hreint ekki útilokað að Nexus „opni eina litla miðbæjarverslun líka. Það er alveg möguleiki, það fer eftir því hvernig staðan verður hérna eftir tvö - þrjú ár,“ segir Gísli. Þó miðbæjaropnun sé ennþá aðeins á hugmyndastigi sér Gísli fyrir sér að sú verslun myndi leggja mesta áherslu á bókmenntir, jafnt bækur sem og teiknimyndasögur. „Og kannski eitthvað fyrir túristana, en þetta eru bara pælingar. Þetta er samt ekki eitthvað sem verður ráðist í fyrr en við vitum að við höfum gert rétt með þessari stækkun,“ bætir Gísli við. Vonir standa til að hægt verði að opna Nexus í Glæsibæ í lok vikunnar - í síðasta lagi um helgina. Í það minnsta verið blásið til heljarinnar opnunargleði á laugardag. Spilaaðstaðan í Nóatúni verði þó opin í einhverjar vikur að en hún flyst svo alfarið í stærra rými við hlið verslunarinnar í kjallara Glæsibæjar. Borðspil Reykjavík Verslun Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Eftir aðeins fimm og hálft ár í Nóatúni hafa aðstandendur sérvöruverslunarinnar Nexus tekið ákvörðun um að stækka rækilega við sig. Til stendur að opna nýja, 1630 fermetra verslun í kjallara Glæsibæjar, sem eitt sinn hýsti íþróttavöruverslunina Útilíf. Gísli Einarsson, eigandi Nexus, segir ástæðuna fyrir flutningunum einfalda: Starfsemin hafi hreinlega verið búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Nóatúni, þangað sem Nexus flutti árið 2013. Verslunin sérhæfir sig í verslun með myndasögur, borðspil, bækur, leikföng, DVD myndir, veggspjöld - í raun öllu því sem tengist vísindaskáldskap eða ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum sem Gísli segir að verði vinsælli með hverju árinu. Nýja húsnæðinu fylgja margvíslegir kostir, að sögn Gísla. Ekki aðeins er rýmið um tvöfalt stærra en verslunin í Nóatúni; sem býður upp á stærri spilaaðstöðu, skrifstofu, verslun og lager, heldur einnig mikið magn bílastæða auk þægilegra strætósamgangna. Þar að auki hafi aðstandendur Nexus fjölda nýrra hugmynda, að sögn Gísla, sem hægt verður að hrinda í framkvæmd með auknu plássi. Hann segir þó of snemmt að gefa upp hvað stendur til, það komi í ljós í fyllingu tímans. Gísli Einarsson, eigandi Nexus.Vísir/GVA Hann segir að nú sé unnið að því að koma aðstöðunni í stand, en ekki hefur verið rekstur í rýminu í um tvö ár. Til að mynda þurfa að bæta aðgengismál en rúllustigarnir fyrir framan verslunina eru sem stendur í ólagi. Þá sé jafnframt ætlunin að standsetja lyftu sem notendur hjólastóla og aðrir sem eiga erfitt með gang geti nýtt sér. Miðbæjaropnun hugsanleg Áður en Nexus fluttist í Nóatún hafði verslunin aðsetur á Hverfisgötu og voru margir sem grétu brotthvarf búðarinnar úr miðbænum, eftir um 18 ára veru þar. Þá opnaði Nexus jafnframt útibú í Kringlunni í nóvember árið 2016. Gísli segir að fari svo að verslunin nái að skjóta almennilega rótum í Glæsibæ sé hreint ekki útilokað að Nexus „opni eina litla miðbæjarverslun líka. Það er alveg möguleiki, það fer eftir því hvernig staðan verður hérna eftir tvö - þrjú ár,“ segir Gísli. Þó miðbæjaropnun sé ennþá aðeins á hugmyndastigi sér Gísli fyrir sér að sú verslun myndi leggja mesta áherslu á bókmenntir, jafnt bækur sem og teiknimyndasögur. „Og kannski eitthvað fyrir túristana, en þetta eru bara pælingar. Þetta er samt ekki eitthvað sem verður ráðist í fyrr en við vitum að við höfum gert rétt með þessari stækkun,“ bætir Gísli við. Vonir standa til að hægt verði að opna Nexus í Glæsibæ í lok vikunnar - í síðasta lagi um helgina. Í það minnsta verið blásið til heljarinnar opnunargleði á laugardag. Spilaaðstaðan í Nóatúni verði þó opin í einhverjar vikur að en hún flyst svo alfarið í stærra rými við hlið verslunarinnar í kjallara Glæsibæjar.
Borðspil Reykjavík Verslun Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira