Þungir fasteignaskattar Eyþór Arnalds skrifar 16. október 2018 07:00 Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun