Ekki bendá mig Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. október 2018 07:30 Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun