Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2018 07:15 Enginn starfar hjá Strætó í dag fyrir milligöngu Elju en nokkrir hafa verið fastráðnir sem komu þaðan. Fréttablaðið/Stefán Í yfirlýsingu Strætó sem send var fjölmiðlum í fyrradag um bílstjóra sem ráðnir hafa verið í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju kemur fram að þeir hafi haft húsaleigusamning við Elju en leigan hafi verið dregin af launum þeirra hjá Strætó. Í svari Strætó við fyrirspurn Samtaka leigjenda frá árinu 2016 er hins vegar fullyrt að Strætó komi ekki með neinum hætti að innheimtu leigugreiðslna. „Strætó kemur ekki með neinum hætti að leigu, leigusamningum eða leigukostnaði viðkomandi starfsmanna né dregur leigukostnað frá launum þeirra. Þeir sjá um þær greiðslur algjörlega sjálfir til viðkomandi eigenda,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn frá Samtökum leigjenda. „Á þessum tíma var mikill skortur á leiguhúsnæði og við vorum að forvitnast um hvernig þessir starfsmenn myndu búa, en það var töluvert um að verkafólk héldi til í iðnaðarhúsnæði vegna húsnæðisskorts,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda. Í svari Strætó kemur fram að starfsmennirnir komi til starfa hjá Strætó í gegnum ráðningarþjónustuna Elju, sem útvegi þeim leiguhúsnæði. Um sé að ræða íbúðarhúsnæði í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og muni starfsmennirnir búa saman í íbúðum. Þeir eigi kost á að velja annaðhvort einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Leiguverð á mánuði sé 45-60 þúsund krónur eftir því hvort þeir velja að vera einir eða tveir saman í herbergi. „Á þeim tímapunkti þegar ég svaraði þessum pósti frá Leigjendasamtökunum, þá lá í rauninni ekki fyrir neitt samkomulag um að við myndum draga húsaleigu af starfsmönnunum og þess vegna svaraði ég þessu með þessum hætti,“ segir Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó. Hún segir að langan tíma hafi tekið að fá öll nauðsynleg gögn að utan, skilríki, ökuréttindi og þess háttar og umræða um húsnæðismálin hafi setið á hakanum. „Það var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til umræðu og rætt hvort við séum tilbúin til að draga leiguna af launum, ég samþykki það en gegn því að það liggi fyrir samþykki allra starfsmannanna.“ Samþykki hafi svo komið frá þeim öllum og Strætó í kjölfarið samþykkt tillögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sigríður segir þetta samkomulag þannig ekki hafa legið fyrir fyrr en eftir að hún svaraði póstinum frá Samtökum leigjenda. Málefni Strætó og starfsmannaþjónustunnar komust í hámæli eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir birti langa færslu á Facebook um meinta bága stöðu erlendra starfsmanna Strætó. Í kjölfarið birti Strætó fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem því er hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir að fyrirtækið hafi leitað til Elju haustið 2017 vegna aukinnar starfsmannaþarfar í kjölfar breytinga og bættrar þjónustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leitaði Strætó hins vegar fyrst til Elju vorið 2016 og hefur mannað sumarafleysingar með aðstoð Elju þrjú undanfarin sumur en ekki einungis sumarið 2018 eins og skilja mátti á yfirlýsingu Strætó. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í yfirlýsingu Strætó sem send var fjölmiðlum í fyrradag um bílstjóra sem ráðnir hafa verið í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju kemur fram að þeir hafi haft húsaleigusamning við Elju en leigan hafi verið dregin af launum þeirra hjá Strætó. Í svari Strætó við fyrirspurn Samtaka leigjenda frá árinu 2016 er hins vegar fullyrt að Strætó komi ekki með neinum hætti að innheimtu leigugreiðslna. „Strætó kemur ekki með neinum hætti að leigu, leigusamningum eða leigukostnaði viðkomandi starfsmanna né dregur leigukostnað frá launum þeirra. Þeir sjá um þær greiðslur algjörlega sjálfir til viðkomandi eigenda,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn frá Samtökum leigjenda. „Á þessum tíma var mikill skortur á leiguhúsnæði og við vorum að forvitnast um hvernig þessir starfsmenn myndu búa, en það var töluvert um að verkafólk héldi til í iðnaðarhúsnæði vegna húsnæðisskorts,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda. Í svari Strætó kemur fram að starfsmennirnir komi til starfa hjá Strætó í gegnum ráðningarþjónustuna Elju, sem útvegi þeim leiguhúsnæði. Um sé að ræða íbúðarhúsnæði í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og muni starfsmennirnir búa saman í íbúðum. Þeir eigi kost á að velja annaðhvort einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Leiguverð á mánuði sé 45-60 þúsund krónur eftir því hvort þeir velja að vera einir eða tveir saman í herbergi. „Á þeim tímapunkti þegar ég svaraði þessum pósti frá Leigjendasamtökunum, þá lá í rauninni ekki fyrir neitt samkomulag um að við myndum draga húsaleigu af starfsmönnunum og þess vegna svaraði ég þessu með þessum hætti,“ segir Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó. Hún segir að langan tíma hafi tekið að fá öll nauðsynleg gögn að utan, skilríki, ökuréttindi og þess háttar og umræða um húsnæðismálin hafi setið á hakanum. „Það var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til umræðu og rætt hvort við séum tilbúin til að draga leiguna af launum, ég samþykki það en gegn því að það liggi fyrir samþykki allra starfsmannanna.“ Samþykki hafi svo komið frá þeim öllum og Strætó í kjölfarið samþykkt tillögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sigríður segir þetta samkomulag þannig ekki hafa legið fyrir fyrr en eftir að hún svaraði póstinum frá Samtökum leigjenda. Málefni Strætó og starfsmannaþjónustunnar komust í hámæli eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir birti langa færslu á Facebook um meinta bága stöðu erlendra starfsmanna Strætó. Í kjölfarið birti Strætó fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem því er hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir að fyrirtækið hafi leitað til Elju haustið 2017 vegna aukinnar starfsmannaþarfar í kjölfar breytinga og bættrar þjónustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leitaði Strætó hins vegar fyrst til Elju vorið 2016 og hefur mannað sumarafleysingar með aðstoð Elju þrjú undanfarin sumur en ekki einungis sumarið 2018 eins og skilja mátti á yfirlýsingu Strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17
Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15