Troðfullt á sérstaka frumsýningu Undir halastjörnu Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 12:30 Gestir voru hrifnir af kvikmyndinni. myndir/mummi lú Undir Halastjörnu var í gærkvöldi frumsýnd við hátíðlega athöfn í Smárabíó en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon - aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn. Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa sem við köllum Mihkel í myndinni. Pääru Oja og Tómas Lemarquis létu sig ekki vanta. Með þeim er Svandís Eva Brynjarsdóttir sem leikur einnig í kvikmyndinni.mynd/mummi lúBöndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni. Leikstjóri: Ari Alexander Ergis MagnússonHandritshöfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon Meðframleiðendur: Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson Aðalhlutverk: Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis. Fullt var í Smárabíói í gærkvöldi og tóku leikstjóri og aðalleikarar kvikmyndarinnar á móti gestum. Aðalleikarinn Pääru Oja mætti á sýninguna en hann leikur Mihkel. Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og fangaði stemninguna á frumsýningunni.Ari Alexander Ergis Magnússon hélt ræðu fyrir sýninguna.mynd/mummi lúSiggi Sigurjóns og Pálmi Gestsson voru á svæðinu.mynd/mummi lúMætingin var vonum framar og fylltu gestir tvo stærstu salina í Smárabíó.mynd/mummi lúAri Alexander leikstjóri og framleiðendurnir Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North.mynd/mummi lúFjölmargir gestir létu sjá sig.mynd/mummi lúViðtökurnar voru góðar eftir sýninguna.mynd/mummi lú Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Undir Halastjörnu var í gærkvöldi frumsýnd við hátíðlega athöfn í Smárabíó en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon - aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn. Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa sem við köllum Mihkel í myndinni. Pääru Oja og Tómas Lemarquis létu sig ekki vanta. Með þeim er Svandís Eva Brynjarsdóttir sem leikur einnig í kvikmyndinni.mynd/mummi lúBöndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni. Leikstjóri: Ari Alexander Ergis MagnússonHandritshöfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon Meðframleiðendur: Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson Aðalhlutverk: Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis. Fullt var í Smárabíói í gærkvöldi og tóku leikstjóri og aðalleikarar kvikmyndarinnar á móti gestum. Aðalleikarinn Pääru Oja mætti á sýninguna en hann leikur Mihkel. Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og fangaði stemninguna á frumsýningunni.Ari Alexander Ergis Magnússon hélt ræðu fyrir sýninguna.mynd/mummi lúSiggi Sigurjóns og Pálmi Gestsson voru á svæðinu.mynd/mummi lúMætingin var vonum framar og fylltu gestir tvo stærstu salina í Smárabíó.mynd/mummi lúAri Alexander leikstjóri og framleiðendurnir Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North.mynd/mummi lúFjölmargir gestir létu sjá sig.mynd/mummi lúViðtökurnar voru góðar eftir sýninguna.mynd/mummi lú
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira