Grunaður um fíkniefnaakstur með níu ára son sinn í bílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 17:55 Lögregla hefur haft í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Níu ára gamall sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var haft samband við barnavernd í kjölfarið. Maðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýna- og skýrslutöku. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hefur haft í nógu að snúast í dag en klukkan 15:22 var óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds sem hafði kviknað í húsnæði á Seltjarnarnesi. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ekki liggja fyrir upplýsingar um eldsupptök eða skemmdir en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um vettvangsrannsókn. Skömmu eftir hádegi barst lögreglu tilkynning um karlmann sem hafði verið að stela varningi úr verslun í hverfi 108. Lögregla fór á vettvang og var karlmaðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Þá var lögreglu á stöð 4, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ, í þrígang tilkynnt um ungmenni sem höfðu verið að stela varningi úr verslun í hverfi 112 í dag. Í öllum tilvikum var haft samband við forráðamann ungmennisins auk þess sem að barnavernd var tilkynnt um málið. Skömmu eftir klukkan 16 var tilkynnt um að ekið hefði verið á reiðhjólamann í hverfi 110. Talið var að um minniháttar slys væri að ræða en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl viðkomandi. Lögregla handtók einnig tvo ökumenn til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu í dag en þeir óku báðir án ökuréttinda. Um klukkan hálf 3 var tilkynnt um þjófnað á ökutæki í hverfi 109 og klukkutíma síðar var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 220. Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Níu ára gamall sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var haft samband við barnavernd í kjölfarið. Maðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýna- og skýrslutöku. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hefur haft í nógu að snúast í dag en klukkan 15:22 var óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds sem hafði kviknað í húsnæði á Seltjarnarnesi. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ekki liggja fyrir upplýsingar um eldsupptök eða skemmdir en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um vettvangsrannsókn. Skömmu eftir hádegi barst lögreglu tilkynning um karlmann sem hafði verið að stela varningi úr verslun í hverfi 108. Lögregla fór á vettvang og var karlmaðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Þá var lögreglu á stöð 4, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ, í þrígang tilkynnt um ungmenni sem höfðu verið að stela varningi úr verslun í hverfi 112 í dag. Í öllum tilvikum var haft samband við forráðamann ungmennisins auk þess sem að barnavernd var tilkynnt um málið. Skömmu eftir klukkan 16 var tilkynnt um að ekið hefði verið á reiðhjólamann í hverfi 110. Talið var að um minniháttar slys væri að ræða en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl viðkomandi. Lögregla handtók einnig tvo ökumenn til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu í dag en þeir óku báðir án ökuréttinda. Um klukkan hálf 3 var tilkynnt um þjófnað á ökutæki í hverfi 109 og klukkutíma síðar var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 220.
Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira