Verjandi telur mál gegn Hreiðari Má „fordæmalausa tilraunastarfsemi“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2018 14:27 Hörður Felix Harðarson er verjandi Hreiðars Más. Vísir/Vilhelm Mál gegn Hreiðari Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, vegna lánveitingar sem tengdist hlutabréfakaupum og innherjasvika er „fordæmalaus tilraunastarfsemi“ að sögn verjanda hans. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði verjandinn að ákæruefnið í málinu væru sögulegt og ætti vonandi ekki eftir að endurtaka sig. Hreiðar Már er ákærður fyrir að hafa látið Kaupþing veita eignarhaldsfélagi í hans eigu rúmlega hálfs milljarða króna kúlulán til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum á grundvelli kaupréttar í ágúst árið 2008. Lánið hafi verið veitt án samþykkis stjórnar og fullnægjandi veða. Hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi bréfin eignarhaldsfélagi sínu á markaðsverði eftir að hafa keypt þau persónulega á lægra kaupréttarverði. Saksóknari krafðist þess í morgun að dómarinn féllist á að dæma Hreiðar Má í tólf til fimmtán mánaða fangelsi þrátt fyrir að refsiramminn vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir hafi þegar verið fullnýttur í öðrum málum gegn honum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, gagnrýndi málatilbúnaðinn á hendur honum sem fordæmalausan. Að sér vitandi hafi það aldrei gerst að starfsmaður fyrirtækis hafi verið ákærður fyrir að þiggja lán á grundvelli kaupréttar sem stjórn þess hafði samþykkt og fyrir að svíkja sjálfan sig í verðbréfaviðskiptum.Finnur Þór Vilhjálmsson er saksóknari í málinu.Segir stjórn Kaupþings ekki hafa þurft að samþykkja lánið Eitt helsta bitbein saksóknara og verjanda Hreiðars Más í málinu er hvort að samþykkt stjórnar Kaupþings á kaupréttarstefnu árið 2005 hafi falið í sér almennt samþykki á lánveitingum til hans vegna kaupréttar í kjölfarið. Á fundi í september það ár samþykkti stjórnin að bankinn myndi lána starfsmönnum fyrir kaup á hlutabréfum í honum á grundvelli kaupréttar sem þeir nutu. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, sagði að í kjölfarið hafi stjórnin samþykkt að Hreiðar Már mætti stofna eignarhaldsfélag til að halda utan um hluti sína í bankanum. Vegna þess að við færslu bréfanna til eignarhaldsfélagsins myndaðist skattkrafa upp á fleiri milljónir króna hafi stjórn bankans jafnframt ákveðið að bankinn skyldi lána fyrir kröfunum. Markmið kaupréttarins hafi verið að samtvinna hagsmuni lykilstarfsmanna og bankans. Starfsmennirnir ættu að vera skaðlausir af því að eiga bréfin og ættu ekki að þurfa að lenda í kröggum ef bréfin lækkuðu í verði. Benti Hörður Felix á því til stuðnings að ef Hreiðar Már hefði keypt bréf á grundvelli kaupréttar og fært yfir í eignarhaldsfélag sitt hefði hann strax orðið gjaldþrota persónulega vegna tekjuskattskrafna sem mynduðust við það. Frá 2005 hafi skattkröfur vegna tilfærslunnar numið á áttunda hundrað milljóna króna. Þó að launatekjur forstjóra hafi verið ágætur hafi þær ekki hrokkið til varðandi slíkar kröfur. Ítrekaði verjandinn að stjórn Kaupþings hafi ekki þurft að samþykkja lánið til Hreiðars Más árið 2008 sérstaklega vegna þess að stefnan um kaupréttinn hefði þá þegar legið fyrir í nokkur ár. „Það er alveg ljóst að stjórnin var meðvituð og tók þessa ákvörðun,“ sagði verjandinn. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknarinn í málinu, hafði bent á stjórnarfund Kaupþings í apríl árið 2006, þar sem lán til Hreiðars Más vegna hlutabréfakaupa var samþykkt. Það væri sönnun þess að stjórnin hefði þurft að samþykkja slík lán. Hörður Felix vísaði því hins vegar á bug og sagði að lánið hafi verið vegna hlutabréfakaupa Hreiðars Más utan kaupréttar í tengslum við hlutafjárútboð bankans um þær mundir. Saksóknari hélt því fram að viðskipti Hreiðars Más árið 2008 hafi verið ólík að eðli og umfangi því þegar hann nýtti sér kauprétt árin á undan. Áður hafi hann framselt bréfin sem hann keypti eignarhaldsfélaginu án greiðslu. Árið 2008 hafi hann hins vegar selt bréfin og auðgast þá um rúmar 300 milljónir króna á gengismun. Verjandinn fullyrti hins vegar að viðskipti Hreiðars Más hafi verið nákvæmlega eins og árin á undan. Eini munurinn hafi verið að í stað tveggja lána; eins fyrir hlutabréfakaupunum og annars vegna skattkrafna, eins og raunin hafði verið árin á undan hafi eitt lán verið veitt. Það hafi átt að dekka bæði kaupin og skattinn og allt féð sem Hreiðar Már hafi fengið hafi farið í skattgreiðslur. Hreiðar Már hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvernig lánið var veitt. Það var enda önnur meginstoðin í málsvörn bankastjórans fyrrverandi.Hreiðar Már vísaði ásökunum um innherjasvik á bug þegar hann gaf skýrslu í gær.fréttablaðið/eyþórHreiðar Már hafi ekki haft nein afskipti af láninu Verjandinn staðhæfði að engin gögn málsins sýndu fram á það að Hreiðar Már hefði gefið fyrirmæli um lánið önnur en að hann hefði óskað eftir að nýta kauprétt sinn. Hann hafi engin afskipti haft af lánum, kjörum eða frágangi. Alvarlegt væri ef Hreiðar Már hefði veitt sjálfum sér lán án þess að leita heimildar eða fylgja innri reglum bankans. Aðstæður í málinu séu hins vegar í grundvallaratriðum aðrar. Hreiðar Már hafi þannig ekki verið lánveitandi í málinu heldur lántaki. Hann hafi enga aðkomu átt að lánveitingarferlinu. Sagðist Hörður Felix ekki þekkja önnur dæmi um að lántaki hafi verið ákærður fyrir svik við lánveitingu. Bankastjórinn hafi ekki haft neina eftirlitsskyldu með stjórn bankans og hann hafi hvorki átt né mátt hafa afskipti af málum sem tengdust honum sjálfur. Lánið hafi ekki farið fyrir neina lánanefnd sem hann átti sæti í. Lánveitingin hafi alfarið verið í höndum starfsmanna bankans. Hafi samþykki stjórnar ekki legið fyrir væri ekki hægt að rekja það til vanrækslu bankastjórans. Þar að auki hafi formaður starfskjaranefndar bankans sem sat einnig í stjórn hans skrifað undir lánasamninginn. Hreiðar Már hafi ekki haft neina ástæðu til að ætla að stjórnin væri ekki samþykk láninu. Starfskjaranefndin hafi haldið utan um lán til starfsmanna og skilað skýrslu til stjórnar um þau reglulega. Aldrei hafið komið upp athugasemdir við lánveitingar til Hreiðars Más. Að öllu þessu virtu væri enginn vafi um að lánið hafi verið veitt með vilja og vitund stjórnar Kaupþings. „Vegferð ákæruvaldsins ef eftir því sem best verður séð án nokkurra fordæma,“ sagði verjandinn. Að sama skapi sagði Hörður Felix að ekki væri hægt að draga Hreiðar Má til ábyrgðar ef bankinn hafi ekki farið eftir eigin reglum um veð fyrir láninu. Það hafi ekki verið hans að grípa til aðgerða gegna sjálfum sér eða tryggja að bankinn fylgdi skilmálum.Fordæmalaus tilraunastarfsemi Hreiðar Már vísaði ásökunum um innherjasvik á bug þegar hann gaf skýrslu í gær. Engin innherjasvik hefðu átt sér stað þar sem að hann og eignarhaldsfélag hans hafi búið yfir nákvæmlega sömu upplýsingum þegar hann seldi hlutabréfin í Kaupþingi til þess. Verjandi hans sagði ákæruvaldið leitast við að skapa nýtt fordæmi í réttarsögunni með ákærunni. Framsetning ákæruvaldsins væri í andstöðu við lög. Sagði hann að aldrei aftur myndi það gerast að einstaklingur yrði ákærður fyrir að svíkja sjálfan sig í verðbréfaviðskiptum. Ákæruefnið sagði Hörður Felix sögulegt. „Þetta er fordæmalaus tilraunastarfsemi,“ sagði hann. Benti hann á að Hreiðar Már hefði sætt fimm ákærum og málsmeðferðin hefði tekið á annan áratug. Útilokað sé að refsa honum frekar en þegar hefur verið gert í öðrum málum. Sagðist Hörður Felix vonast til þess að dómurinn tryggði að málsmeðferðinni yfir honum lyki endanlega með dómi í þessu máli. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Mál gegn Hreiðari Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, vegna lánveitingar sem tengdist hlutabréfakaupum og innherjasvika er „fordæmalaus tilraunastarfsemi“ að sögn verjanda hans. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði verjandinn að ákæruefnið í málinu væru sögulegt og ætti vonandi ekki eftir að endurtaka sig. Hreiðar Már er ákærður fyrir að hafa látið Kaupþing veita eignarhaldsfélagi í hans eigu rúmlega hálfs milljarða króna kúlulán til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum á grundvelli kaupréttar í ágúst árið 2008. Lánið hafi verið veitt án samþykkis stjórnar og fullnægjandi veða. Hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi bréfin eignarhaldsfélagi sínu á markaðsverði eftir að hafa keypt þau persónulega á lægra kaupréttarverði. Saksóknari krafðist þess í morgun að dómarinn féllist á að dæma Hreiðar Má í tólf til fimmtán mánaða fangelsi þrátt fyrir að refsiramminn vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir hafi þegar verið fullnýttur í öðrum málum gegn honum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, gagnrýndi málatilbúnaðinn á hendur honum sem fordæmalausan. Að sér vitandi hafi það aldrei gerst að starfsmaður fyrirtækis hafi verið ákærður fyrir að þiggja lán á grundvelli kaupréttar sem stjórn þess hafði samþykkt og fyrir að svíkja sjálfan sig í verðbréfaviðskiptum.Finnur Þór Vilhjálmsson er saksóknari í málinu.Segir stjórn Kaupþings ekki hafa þurft að samþykkja lánið Eitt helsta bitbein saksóknara og verjanda Hreiðars Más í málinu er hvort að samþykkt stjórnar Kaupþings á kaupréttarstefnu árið 2005 hafi falið í sér almennt samþykki á lánveitingum til hans vegna kaupréttar í kjölfarið. Á fundi í september það ár samþykkti stjórnin að bankinn myndi lána starfsmönnum fyrir kaup á hlutabréfum í honum á grundvelli kaupréttar sem þeir nutu. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, sagði að í kjölfarið hafi stjórnin samþykkt að Hreiðar Már mætti stofna eignarhaldsfélag til að halda utan um hluti sína í bankanum. Vegna þess að við færslu bréfanna til eignarhaldsfélagsins myndaðist skattkrafa upp á fleiri milljónir króna hafi stjórn bankans jafnframt ákveðið að bankinn skyldi lána fyrir kröfunum. Markmið kaupréttarins hafi verið að samtvinna hagsmuni lykilstarfsmanna og bankans. Starfsmennirnir ættu að vera skaðlausir af því að eiga bréfin og ættu ekki að þurfa að lenda í kröggum ef bréfin lækkuðu í verði. Benti Hörður Felix á því til stuðnings að ef Hreiðar Már hefði keypt bréf á grundvelli kaupréttar og fært yfir í eignarhaldsfélag sitt hefði hann strax orðið gjaldþrota persónulega vegna tekjuskattskrafna sem mynduðust við það. Frá 2005 hafi skattkröfur vegna tilfærslunnar numið á áttunda hundrað milljóna króna. Þó að launatekjur forstjóra hafi verið ágætur hafi þær ekki hrokkið til varðandi slíkar kröfur. Ítrekaði verjandinn að stjórn Kaupþings hafi ekki þurft að samþykkja lánið til Hreiðars Más árið 2008 sérstaklega vegna þess að stefnan um kaupréttinn hefði þá þegar legið fyrir í nokkur ár. „Það er alveg ljóst að stjórnin var meðvituð og tók þessa ákvörðun,“ sagði verjandinn. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknarinn í málinu, hafði bent á stjórnarfund Kaupþings í apríl árið 2006, þar sem lán til Hreiðars Más vegna hlutabréfakaupa var samþykkt. Það væri sönnun þess að stjórnin hefði þurft að samþykkja slík lán. Hörður Felix vísaði því hins vegar á bug og sagði að lánið hafi verið vegna hlutabréfakaupa Hreiðars Más utan kaupréttar í tengslum við hlutafjárútboð bankans um þær mundir. Saksóknari hélt því fram að viðskipti Hreiðars Más árið 2008 hafi verið ólík að eðli og umfangi því þegar hann nýtti sér kauprétt árin á undan. Áður hafi hann framselt bréfin sem hann keypti eignarhaldsfélaginu án greiðslu. Árið 2008 hafi hann hins vegar selt bréfin og auðgast þá um rúmar 300 milljónir króna á gengismun. Verjandinn fullyrti hins vegar að viðskipti Hreiðars Más hafi verið nákvæmlega eins og árin á undan. Eini munurinn hafi verið að í stað tveggja lána; eins fyrir hlutabréfakaupunum og annars vegna skattkrafna, eins og raunin hafði verið árin á undan hafi eitt lán verið veitt. Það hafi átt að dekka bæði kaupin og skattinn og allt féð sem Hreiðar Már hafi fengið hafi farið í skattgreiðslur. Hreiðar Már hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvernig lánið var veitt. Það var enda önnur meginstoðin í málsvörn bankastjórans fyrrverandi.Hreiðar Már vísaði ásökunum um innherjasvik á bug þegar hann gaf skýrslu í gær.fréttablaðið/eyþórHreiðar Már hafi ekki haft nein afskipti af láninu Verjandinn staðhæfði að engin gögn málsins sýndu fram á það að Hreiðar Már hefði gefið fyrirmæli um lánið önnur en að hann hefði óskað eftir að nýta kauprétt sinn. Hann hafi engin afskipti haft af lánum, kjörum eða frágangi. Alvarlegt væri ef Hreiðar Már hefði veitt sjálfum sér lán án þess að leita heimildar eða fylgja innri reglum bankans. Aðstæður í málinu séu hins vegar í grundvallaratriðum aðrar. Hreiðar Már hafi þannig ekki verið lánveitandi í málinu heldur lántaki. Hann hafi enga aðkomu átt að lánveitingarferlinu. Sagðist Hörður Felix ekki þekkja önnur dæmi um að lántaki hafi verið ákærður fyrir svik við lánveitingu. Bankastjórinn hafi ekki haft neina eftirlitsskyldu með stjórn bankans og hann hafi hvorki átt né mátt hafa afskipti af málum sem tengdust honum sjálfur. Lánið hafi ekki farið fyrir neina lánanefnd sem hann átti sæti í. Lánveitingin hafi alfarið verið í höndum starfsmanna bankans. Hafi samþykki stjórnar ekki legið fyrir væri ekki hægt að rekja það til vanrækslu bankastjórans. Þar að auki hafi formaður starfskjaranefndar bankans sem sat einnig í stjórn hans skrifað undir lánasamninginn. Hreiðar Már hafi ekki haft neina ástæðu til að ætla að stjórnin væri ekki samþykk láninu. Starfskjaranefndin hafi haldið utan um lán til starfsmanna og skilað skýrslu til stjórnar um þau reglulega. Aldrei hafið komið upp athugasemdir við lánveitingar til Hreiðars Más. Að öllu þessu virtu væri enginn vafi um að lánið hafi verið veitt með vilja og vitund stjórnar Kaupþings. „Vegferð ákæruvaldsins ef eftir því sem best verður séð án nokkurra fordæma,“ sagði verjandinn. Að sama skapi sagði Hörður Felix að ekki væri hægt að draga Hreiðar Má til ábyrgðar ef bankinn hafi ekki farið eftir eigin reglum um veð fyrir láninu. Það hafi ekki verið hans að grípa til aðgerða gegna sjálfum sér eða tryggja að bankinn fylgdi skilmálum.Fordæmalaus tilraunastarfsemi Hreiðar Már vísaði ásökunum um innherjasvik á bug þegar hann gaf skýrslu í gær. Engin innherjasvik hefðu átt sér stað þar sem að hann og eignarhaldsfélag hans hafi búið yfir nákvæmlega sömu upplýsingum þegar hann seldi hlutabréfin í Kaupþingi til þess. Verjandi hans sagði ákæruvaldið leitast við að skapa nýtt fordæmi í réttarsögunni með ákærunni. Framsetning ákæruvaldsins væri í andstöðu við lög. Sagði hann að aldrei aftur myndi það gerast að einstaklingur yrði ákærður fyrir að svíkja sjálfan sig í verðbréfaviðskiptum. Ákæruefnið sagði Hörður Felix sögulegt. „Þetta er fordæmalaus tilraunastarfsemi,“ sagði hann. Benti hann á að Hreiðar Már hefði sætt fimm ákærum og málsmeðferðin hefði tekið á annan áratug. Útilokað sé að refsa honum frekar en þegar hefur verið gert í öðrum málum. Sagðist Hörður Felix vonast til þess að dómurinn tryggði að málsmeðferðinni yfir honum lyki endanlega með dómi í þessu máli.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36