Doug Ellis er látinn Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 12:52 Doug Ellis varð 94 ára gamall. Getty/Neville Williams Doug Ellis, fyrrverandi stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Aston Villa, er látinn, 94 ára að aldri. Ellis gegndi stjórnarformennsku í félaginu í tvígang, en í seinna skiptið frá 1982 til 2006. Ellis seldi hlut sinn í félaginu til bandaríska auðmannsins Randy Lerner árið 2006 og var Ellis þá gerður að heiðursforseta félagsins. Í frétt BBC kemur fram að þegar Aston Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni í apríl 2016 sagðist Ellis aldrei hafa verið hryggari og vonaði að hann myndi lifa þann dag að sjá liðið snúa aftur í deild þeirra bestu. Ellis hlaut riddaratign árið 2012 fyrir góðgerðarstörf. Ellis auðgaðist á sínum yngri árum í ferðamannageiranum. Hann hlaut viðurnefnið Deadly Doug þegar hann starfaði innan fótboltans, en hann þótti á köflum miskunnarlaus í garð knattspyrnustjóra sem ekki þóttu standa sig í stykkinu. Á þeim 35 árum sem hann gegndi stjórnarformennsku í Aston Villa réði hann alls þrettán stjóra til starfa, meðal annars Slóvakann Jozef Venglos sem var fyrsti maðurinn frá landi utan Bretlandseyja til að stýra liði í efstu deild enska boltans.⚡️ “RIP Sir Doug”https://t.co/OgIZYHWSxd — Aston Villa FC (@AVFCOfficial) October 11, 2018Extremely sad to hear Doug Ellis has passed away today. Made it possible to fulfill my dream of playing for Villa, something I'll be eternally grateful to him for. Rest in peace, Chairman, sincere gratitude from me and mine.#UTVpic.twitter.com/czz02gP1tr — Stan Collymore (@StanCollymore) October 11, 2018 Andlát Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Doug Ellis, fyrrverandi stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Aston Villa, er látinn, 94 ára að aldri. Ellis gegndi stjórnarformennsku í félaginu í tvígang, en í seinna skiptið frá 1982 til 2006. Ellis seldi hlut sinn í félaginu til bandaríska auðmannsins Randy Lerner árið 2006 og var Ellis þá gerður að heiðursforseta félagsins. Í frétt BBC kemur fram að þegar Aston Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni í apríl 2016 sagðist Ellis aldrei hafa verið hryggari og vonaði að hann myndi lifa þann dag að sjá liðið snúa aftur í deild þeirra bestu. Ellis hlaut riddaratign árið 2012 fyrir góðgerðarstörf. Ellis auðgaðist á sínum yngri árum í ferðamannageiranum. Hann hlaut viðurnefnið Deadly Doug þegar hann starfaði innan fótboltans, en hann þótti á köflum miskunnarlaus í garð knattspyrnustjóra sem ekki þóttu standa sig í stykkinu. Á þeim 35 árum sem hann gegndi stjórnarformennsku í Aston Villa réði hann alls þrettán stjóra til starfa, meðal annars Slóvakann Jozef Venglos sem var fyrsti maðurinn frá landi utan Bretlandseyja til að stýra liði í efstu deild enska boltans.⚡️ “RIP Sir Doug”https://t.co/OgIZYHWSxd — Aston Villa FC (@AVFCOfficial) October 11, 2018Extremely sad to hear Doug Ellis has passed away today. Made it possible to fulfill my dream of playing for Villa, something I'll be eternally grateful to him for. Rest in peace, Chairman, sincere gratitude from me and mine.#UTVpic.twitter.com/czz02gP1tr — Stan Collymore (@StanCollymore) October 11, 2018
Andlát Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira