Formúlu 1 fyrir konur á næsta ári: "Stórt skref aftur á bak“ Bragi Þórðarson skrifar 11. október 2018 15:00 Mann er ekki ánægður með þessa þróun. vísir/getty 20 bestu kvenkyns ökuþórar heims munu etja kappi í nýju W-seríunni á næsta ári. Mótaröðin er hönnuð til þess að finna bestu kvenökuþóranna og hjálpa konum að komast í Formúlu 1. Sex keppnir verða í seríunni, allar í Evrópu, og mun sigurvegarinn fá 170 milljónir króna í verðlaunafé. Mörg Formúlu 1 lið hafa lýst yfir stuðningi við mótaröðina. „Kona hefur aldrei unnið Formúlu 1 keppni og hvað þá orðið meistari, markmið okkar er að breyta því,” sagði formaður seríunnar Catherine Bond Muir. Mörgum í akstursíþróttaheiminum finnst hugmyndin áhugaverð. Þar á meðal fyrrum Formúlu 1 ökuþórnum David Coulthard sem segir serían gefa kvenkyns ökumönnum möguleika á að sanna sig á stærra sviði. Þó taka ekki allir jafn vel í hugmyndina, Pippa Mann, fyrsta breska konan til að taka þátt í Indy 500 er mjög ósátt með seríuna. „Ég er mjög sorgmædd að að verða vitni að svona stóru skrefi aftur á bak,” sagði Mann á Twitter í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir mótorsport, þeir sem hafa aurinn til að styrkja konur í akstursíþróttum vilja frekar eyða þeim pening í að aðskilja þær,” bætti Mann við. Allir bílarnir í W-seríunni verða eins og hver kappakstur verður um það bil 30 mínútur að lengd. Fyrsti kappaksturinn verður í Maí 2019. Akstursíþróttir Formúla Jafnréttismál Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
20 bestu kvenkyns ökuþórar heims munu etja kappi í nýju W-seríunni á næsta ári. Mótaröðin er hönnuð til þess að finna bestu kvenökuþóranna og hjálpa konum að komast í Formúlu 1. Sex keppnir verða í seríunni, allar í Evrópu, og mun sigurvegarinn fá 170 milljónir króna í verðlaunafé. Mörg Formúlu 1 lið hafa lýst yfir stuðningi við mótaröðina. „Kona hefur aldrei unnið Formúlu 1 keppni og hvað þá orðið meistari, markmið okkar er að breyta því,” sagði formaður seríunnar Catherine Bond Muir. Mörgum í akstursíþróttaheiminum finnst hugmyndin áhugaverð. Þar á meðal fyrrum Formúlu 1 ökuþórnum David Coulthard sem segir serían gefa kvenkyns ökumönnum möguleika á að sanna sig á stærra sviði. Þó taka ekki allir jafn vel í hugmyndina, Pippa Mann, fyrsta breska konan til að taka þátt í Indy 500 er mjög ósátt með seríuna. „Ég er mjög sorgmædd að að verða vitni að svona stóru skrefi aftur á bak,” sagði Mann á Twitter í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir mótorsport, þeir sem hafa aurinn til að styrkja konur í akstursíþróttum vilja frekar eyða þeim pening í að aðskilja þær,” bætti Mann við. Allir bílarnir í W-seríunni verða eins og hver kappakstur verður um það bil 30 mínútur að lengd. Fyrsti kappaksturinn verður í Maí 2019.
Akstursíþróttir Formúla Jafnréttismál Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira