Græðgi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. október 2018 07:00 Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. Sjálfsagt þótti að taka vel á móti ókunnugum, jafnvel á bæjum þar sem lítið var til skiptanna. Ekki var sérstaklega hugsað um að rukka viðkomandi hraustlega, enda sæmdi það ekki hugsuninni um hina íslensku gestrisni, sem landsmenn sjálfir voru svo stoltir af. Nú er öldin önnur, eins og sést jafnt í stóru sem smáu. Um leið og sést glitta í útlending kviknar samstundis sú hugsun í huga fjölmargra hvernig hægt sé að græða á honum. Til þess eru vissulega margar aðferðir. Undanfarið hafa birst átakanlegar sögur af illri meðferð á erlendu verkafólki. Fólkið er ekki bara látið þræla í vinnu heldur er beinlínis lagt upp úr því að snuða það um laun á allan mögulegan hátt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækja sem þetta stunda standa eftir sjónvarpsþátt berstrípaðir frammi fyrir alþjóð með svikastimpil framan á sér þá er þeim vitanlega brugðið. Þetta er ekki auglýsing sem nokkur fyrirtækjaeigandi sækist eftir. Fulltrúar fyrirtækjanna vita að umfjöllunin hefur valdið þeim stórskaða. Þeir hefðu betur mátt huga að því í upphafi, áður en þeir fóru að níðast á erlendu verkafólki. Illt er svo að ekki hafi hvarflað að þeim sú hugsun að starfa í anda hugmyndarinnar um íslenska gestrisni þar sem vel er tekið á móti ókunnum gestum. En þá er vissulega verið að fara fram á mikið, svo miklu meira en fulltrúar þessara fyrirtækja virðast færir um. Hinir erlendu ferðamenn sem hingað til lands koma í stórum stíl eru blessunarlega, ólíkt fjölda erlendra verkamanna hér á landi, vel settir. Þeir kunna yfirleitt afar vel við sig og finnst landið bæði fagurt og frítt. Líklegra er þó en ekki að þeir verði fórnarlömb þess okurs sem hér viðgengst, til dæmis í verðlagi á hótelum og veitingahúsum. Einhverjir falla í þá gildru að kaupa sér hamborgara á 4.900 krónur þótt aðrir séu líklegir til að leggja hið snarasta á flótta frá þeim sölustað. Verðlag í ætt við þetta er ekki hægt að skrifa á hátt gengi krónunnar heldur stafar það af okri sem tíðkast ansi víða, þótt fulltrúar ferðaþjónustunnar séu merkilega tregir til að viðurkenna það. Óskandi er að þeir ranki við sér. Reyndar er engu líkara en þeir séu í fullkominni afneitun þegar orðið „okur“ er nefnt. Allavega raula þeir stöðugt sama sönginn um hátt gengi krónunnar. Gróðasjónarmiðin eru of ríkjandi innan ferðaþjónustunnar þar sem stöðugt er kvartað undan því að túristar séu upp til hópa ekki nógu ríkir og skilji ekki eftir sig nægilega mikinn gjaldeyri. Sumir þeirra leyfa sér jafnvel að ferðast á puttanum og versla í Bónus, sem þykir víst ekki fínt. „Græðgi virkar,“ sagði Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street. Hún virkar á þann hátt að einhver græðir á kostnað annarra. Sá sem einblínir á gróða hefur ekki mikið rými til að sýna öðrum gestrisni. Hann græðir nefnilega ekkert á því. Og græðgin þykir svo miklu betri en gestrisni sem skilar engu í kassann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. Sjálfsagt þótti að taka vel á móti ókunnugum, jafnvel á bæjum þar sem lítið var til skiptanna. Ekki var sérstaklega hugsað um að rukka viðkomandi hraustlega, enda sæmdi það ekki hugsuninni um hina íslensku gestrisni, sem landsmenn sjálfir voru svo stoltir af. Nú er öldin önnur, eins og sést jafnt í stóru sem smáu. Um leið og sést glitta í útlending kviknar samstundis sú hugsun í huga fjölmargra hvernig hægt sé að græða á honum. Til þess eru vissulega margar aðferðir. Undanfarið hafa birst átakanlegar sögur af illri meðferð á erlendu verkafólki. Fólkið er ekki bara látið þræla í vinnu heldur er beinlínis lagt upp úr því að snuða það um laun á allan mögulegan hátt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækja sem þetta stunda standa eftir sjónvarpsþátt berstrípaðir frammi fyrir alþjóð með svikastimpil framan á sér þá er þeim vitanlega brugðið. Þetta er ekki auglýsing sem nokkur fyrirtækjaeigandi sækist eftir. Fulltrúar fyrirtækjanna vita að umfjöllunin hefur valdið þeim stórskaða. Þeir hefðu betur mátt huga að því í upphafi, áður en þeir fóru að níðast á erlendu verkafólki. Illt er svo að ekki hafi hvarflað að þeim sú hugsun að starfa í anda hugmyndarinnar um íslenska gestrisni þar sem vel er tekið á móti ókunnum gestum. En þá er vissulega verið að fara fram á mikið, svo miklu meira en fulltrúar þessara fyrirtækja virðast færir um. Hinir erlendu ferðamenn sem hingað til lands koma í stórum stíl eru blessunarlega, ólíkt fjölda erlendra verkamanna hér á landi, vel settir. Þeir kunna yfirleitt afar vel við sig og finnst landið bæði fagurt og frítt. Líklegra er þó en ekki að þeir verði fórnarlömb þess okurs sem hér viðgengst, til dæmis í verðlagi á hótelum og veitingahúsum. Einhverjir falla í þá gildru að kaupa sér hamborgara á 4.900 krónur þótt aðrir séu líklegir til að leggja hið snarasta á flótta frá þeim sölustað. Verðlag í ætt við þetta er ekki hægt að skrifa á hátt gengi krónunnar heldur stafar það af okri sem tíðkast ansi víða, þótt fulltrúar ferðaþjónustunnar séu merkilega tregir til að viðurkenna það. Óskandi er að þeir ranki við sér. Reyndar er engu líkara en þeir séu í fullkominni afneitun þegar orðið „okur“ er nefnt. Allavega raula þeir stöðugt sama sönginn um hátt gengi krónunnar. Gróðasjónarmiðin eru of ríkjandi innan ferðaþjónustunnar þar sem stöðugt er kvartað undan því að túristar séu upp til hópa ekki nógu ríkir og skilji ekki eftir sig nægilega mikinn gjaldeyri. Sumir þeirra leyfa sér jafnvel að ferðast á puttanum og versla í Bónus, sem þykir víst ekki fínt. „Græðgi virkar,“ sagði Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street. Hún virkar á þann hátt að einhver græðir á kostnað annarra. Sá sem einblínir á gróða hefur ekki mikið rými til að sýna öðrum gestrisni. Hann græðir nefnilega ekkert á því. Og græðgin þykir svo miklu betri en gestrisni sem skilar engu í kassann.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun