Bandaríkjastjórn segist ætla að flytja þúsundir hermanna að landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 21:25 John O'Shaughnessy, herforingi, (t.v.) kynnti herflutningana á blaðamannafundi í varnarmálaráðuneytinu í dag. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24
Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50
Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50