Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 19:20 Maður hjólar fram hjá reykspúandi orkuveri í Skopje í Makedóníu þar sem loftmengun er verst í Evrópu. Vísir/EPA Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía. Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía.
Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00
Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07
Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent