Slóvakía

Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis
Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári

Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu
Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag.

„Þetta er móðgun gegn Íslandi“
Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi.

Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi
Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman.

Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“
Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu.

Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum.

Ástand Fico enn alvarlegt
Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum.

„Einfari“ ákærður fyrir tilræðið við Fico
Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið ákærður fyrir að reyna að ráða Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, af dögum. Hann er sagður geta átt yfir sér lífstíðarfangelsi.

Hver er Robert Fico?
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn vera í lífshættu eftir skotárás í gær, en lítið annað er meira um áverka og ástand hans. Hann er sagður hafa verið skotinn fimm sinnum. Grunaður árásarmaður er ljóðskáld á áttræðisaldri sem var handtekinn skömmu eftir verknaðinn.

Fico ekki talinn í lífshættu
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn í lífshættu. Hann var skotinn fimm sinnum af ljóðskáldi á áttræðisaldri í dag.

Þetta er vitað um árásarmanninn
Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera 71 árs gamall. Hann var handtekinn á vettvangi.

Forsætisráðherra Slóvakíu í lífshættu eftir skotárás
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás fyrr í dag. Hann er sagður vera með lífshættulega áverka.

Enn ekkert að frétta af félagi sem þúsundir Íslendinga eiga kröfu á
Seðlabanki Íslands hefur vakið athygli á því að slitastjóri hefur ekki enn verið skipaður yfir slóvakíska vátryggingafélaginu Novis, sem var svipt starfsleyfi fyrir tíu mánuðum. Sex til sjö þúsund Íslendingar hafa keypt tryggingarafurðir Novis og mikil óvissa ríkir um stöðu þeirra.

„Ég þakka bara guði fyrir að þetta endaði ekki verr"
„Ég treysti ekki lengur íslenska heilbrigðiskerfinu, eða fæðingardeildinni. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem starfa þar eru frábær, en það er alltof mikið á þau lagt. Þau gera sitt besta, en á meðan það er svona mikil mannekla, og alltof fáir læknar, þá eru alltof miklar líkur á að þetta gerist. Ríkið verður að grípa inn í,“ segir Katarina Troppova, slóvakísk kona sem búsett er á Íslandi.

Hákon Arnar ekki með gegn Slóvökum á morgun
Hákon Arnar Haraldsson mun ekki verða til taks fyrir íslenska landsliðið í leik liðsins gegn Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta á morgun.

Uppselt á leik Slóvakíu og Íslands
Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn.

Hrósa happi yfir áhugaleysi Íslendinga
Búast má við því að uppselt verði á leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM á Tehelno polí leikvanginum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Jafntefli nægir heimamönnum, sem verða studdir áfram af um tuttugu þúsund stuðningsmönnum, til að tryggja EM sætið.

Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu
Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi.

Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu
Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu.

Grannt fylgst með Slóvakíu og upplýsingaóreiðu
Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar.

Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar
Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna.

Dúxaði í draumanáminu í Slóvakíu
Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina.

Algjör óvissa um stöðu tryggingataka: „Við höfum haft áhyggjur af þessu félagi lengi“
Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum.

Slóvakískt félag sem tryggði þúsundir Íslendinga svipt starfsleyfi
Seðlabanki Slóvakíu hefur svipt líftryggingafélagið NOVIS starfsleyfinu en fyrirtækið hefur á síðustu árum tryggt þúsundir Íslendinga í gegnum miðlunina Tryggingar og ráðgjöf ehf., sem hefur haft drjúgar tekjur af samstarfinu.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka.

Forsetahjónin funduðu með hinsegin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu
Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær.

Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb
Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón.

Tveir skotnir til bana við skemmtistað hinsegin fólks í Bratislava
Tveir eru látnir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað hinsegin fólks í slóvakísku höfuðborginni Bratislava í gærkvöldi.

„Frá Sviss“ hverfur af umbúðum Toblerone
Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum.

Skrtel hefur áhyggjur af heilsunni og leggur skóna á hilluna
Martin Skrtel, fyrrverandi varnarmaður Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu eftir rúmlega tveggja áratuga langan atvinnumannaferil.