Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 10:30 Stefan Löfven hefur freistað þess að mynda nýja ríkisstjórn á síðustu dögum. AP/Janerik Henriksson Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26