Hrútasýningin í Hollywood heldur áfram að slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2018 10:00 Todd Gurley fagnar með stuðningsmönnum. vísir/getty Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira