Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2018 06:15 Bowers er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn. NordicPhotos/Getty Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira