Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist enga ábyrgð bera á því að stuðningsmaður hans sendir sprengjur til andstæðinga hans. Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. Þá segir forsetinn að umfjöllun fjölmiðla um sprengjurnar hafi dregið úr gengi Repúblikana í aðdraganda kosninga í næsta mánuði og að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við Repúblikana. Cesar Sayoc, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að senda sprengjurnar, skildi fingraför og lífsýni eftir á einum pakkanum og býr rétt hjá pósthúsinu sem hann notaði til að senda pakkana. Hann var handtekinn í dag.Sjá einnig: Hinn grunaði á langan sakaferil að bakiSayoc virðist hafa verið harður stuðningsmaður Trump frá því áður en hann bauð sig fram til forseta. Í maí 2015 tilkynnti Sayoc að þjófar hefðu stolið af honum og þar með talið Trump varningi fyrir þúsundir dali. Trump tilkynnti framboð sitt í júní 2015. Trump ræddi við blaðamenn í dag þar sem hann hrósaði löggæslumönnum Bandaríkjanna sem gómuðu Sayoc. Þá sagði hann einnig að hann bæri enga ábyrgð á aðgerðum Sayoc og talaði um að umfjöllunin um sendingarnar, sem hann sagði vera réttmæta, hefði komið niður á Repúblikanaflokknum. Hann sagði einnig að fjölmiðlar væru „ótrúlega ósanngjarnir“ gagnvart sér og Repúblikönum en hann svaraði ekki spurningu um á hvaða hátt fjölmiðlar væru ósanngjarnir. Þá sagði Trump að hann hefði dregið úr kosningaáróðri sínum.Það er vert að taka fram að fólkið sem sprengjur voru sendar til, og CNN, eru ekki bara gagnrýnendur Trump. Þetta eru aðilar sem Trump sjálfur hefur margsinnis veist að og það reglulega. Þá hafa miklir stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum og annars staðar skapað fjölmargar samsæriskenningar í kringum þetta fólk. Trump gaf sjálfur í skyn í dag að árásirnar væru gabb þegar hann setti gæsalappir utan um orðið sprengja í tísti. Það leiddi til þess að yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem Trump skipaði í embætti, þurfti að staðhæfa á blaðamannafundi í dag að þetta væri ekki gabb. Sprengjurnar hefðu verið raunverulegar. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í dag þar sem Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og Christopher Wray ræddu stöðuna í kjölfar handtöku Sayoc. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist enga ábyrgð bera á því að stuðningsmaður hans sendir sprengjur til andstæðinga hans. Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. Þá segir forsetinn að umfjöllun fjölmiðla um sprengjurnar hafi dregið úr gengi Repúblikana í aðdraganda kosninga í næsta mánuði og að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við Repúblikana. Cesar Sayoc, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að senda sprengjurnar, skildi fingraför og lífsýni eftir á einum pakkanum og býr rétt hjá pósthúsinu sem hann notaði til að senda pakkana. Hann var handtekinn í dag.Sjá einnig: Hinn grunaði á langan sakaferil að bakiSayoc virðist hafa verið harður stuðningsmaður Trump frá því áður en hann bauð sig fram til forseta. Í maí 2015 tilkynnti Sayoc að þjófar hefðu stolið af honum og þar með talið Trump varningi fyrir þúsundir dali. Trump tilkynnti framboð sitt í júní 2015. Trump ræddi við blaðamenn í dag þar sem hann hrósaði löggæslumönnum Bandaríkjanna sem gómuðu Sayoc. Þá sagði hann einnig að hann bæri enga ábyrgð á aðgerðum Sayoc og talaði um að umfjöllunin um sendingarnar, sem hann sagði vera réttmæta, hefði komið niður á Repúblikanaflokknum. Hann sagði einnig að fjölmiðlar væru „ótrúlega ósanngjarnir“ gagnvart sér og Repúblikönum en hann svaraði ekki spurningu um á hvaða hátt fjölmiðlar væru ósanngjarnir. Þá sagði Trump að hann hefði dregið úr kosningaáróðri sínum.Það er vert að taka fram að fólkið sem sprengjur voru sendar til, og CNN, eru ekki bara gagnrýnendur Trump. Þetta eru aðilar sem Trump sjálfur hefur margsinnis veist að og það reglulega. Þá hafa miklir stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum og annars staðar skapað fjölmargar samsæriskenningar í kringum þetta fólk. Trump gaf sjálfur í skyn í dag að árásirnar væru gabb þegar hann setti gæsalappir utan um orðið sprengja í tísti. Það leiddi til þess að yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem Trump skipaði í embætti, þurfti að staðhæfa á blaðamannafundi í dag að þetta væri ekki gabb. Sprengjurnar hefðu verið raunverulegar. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í dag þar sem Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og Christopher Wray ræddu stöðuna í kjölfar handtöku Sayoc.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28
Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30
Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39
Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30