Konan sem hvarf Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun