Stefni leynt og ljóst á titilbaráttu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2018 14:30 Nýliðar KR hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Domino's deild kvenna, þar af alla þrjá útileiki sína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira