Stefni leynt og ljóst á titilbaráttu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2018 14:30 Nýliðar KR hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Domino's deild kvenna, þar af alla þrjá útileiki sína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Sjá meira
Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn