Handbolti

Makedónía kláraði Tyrki í riðli Íslands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Makedónar fagna.
Makedónar fagna. vísir/getty
Makedónía vann fjögurra marka sigur á Tyrkjum, 31-27, í undankeppni EM 2020 í handbolta en þessi lið eru með Íslandi í riðli.

Makedónar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og kláruðu verkefnið í síðari hálfleik. Þeir eru því með tvö stig eins og Ísland.

Makedónía mætir Grikkjum um helgina á meðan Ísland heimsækir Tyrki. Það væri afar sterkt fyrir íslenska liðið að sækja tvö stig þar og vera komið með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.

Króatía marði sigur á Sviss, 31-28, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik 16-15. Í sama riðli eru einnig Serbía og Belgía sem gerðu jafntefli í gær.

Frakkland rúllaði svo yfir Litháen, 42-27, í síðasta leik dagsins en Portúgal og Rúmenía eru einnig í sama riðli. Frakkland spilar við Rúmeníu á sunnudag.

Úrslit dagsins:

Hvíta Rússland - Bosnía 29-30

Makedónía - Tyrkland 31-27

Króatía - Sviss 31-28

Frakkland - Litháen 42-27




Fleiri fréttir

Sjá meira


×