Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 19:30 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs. Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs.
Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira