Expressen hefur eftir lögreglu að líkamshlutarnir séu af ungum manni, líklega erlendum ríkisborgara.
Líkamshlutarnir fundust af vegfaranda í gær, en þeir voru allir á sama stað. Búkurinn hefur þó ekki fundist og hefur lögregla girt af svæði í kringum fundarstaðinn. Kafarar hafa verið að störfum í ánni í dag.
„Þetta er hræðilegt mál,“ segir Lars Öberg, talsmaður lögreglunnar. Unnið sé hörðum höndum að því að bera kennsl á hinn látna.
Lögregla vinnur eftir þeirri kenningu að maðurinn sé ekki frá svæðinu og á hún í samstarfi við lögreglu í öðrum löndum.