Gummi Gumm: Ungu mennirnir stóðu sig mjög vel Benedikt Grétarsson skrifar 24. október 2018 22:24 Guðmundur var ánægður maður í kvöld. vísir/daníel Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira