"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:30 Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir flutti þrjú ljóð. Vísir/Vilhelm Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45
„Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent