Vitleysa reiðinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun