Annar leiðtoga sænskra Græningja hættir næsta vor Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 13:36 Gustav Fridolin og Isabella Lövin, talsmenn sænskra Græningja. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira