Fíkniefnasveit tekur til starfa á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2018 10:00 Fjölmenni sótti íbúafundinn í Hótel Seflossi í gærkvöldi þar sem fíkniefnamál voru til umræðu og staðan í málaflokknum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana. Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana.
Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56