Þúsundir ganga enn í norðurátt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2018 08:00 Einn flóttamannanna úr hinni afar fjölmennu lest. AP/Moses Castillo Hin svokallaða flóttamannalest hélt áfram för sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær eftir að flóttamennirnir höfðu sofið undir berum himni. Talið er að rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-Ameríku séu í hópnum. Blaðamaður AP á svæðinu sagði að heyra hefði mátt hóstakór. Flóttamenn væru flestir í slæmu ástandi eftir að hafa sofið illa og lítið úti í kulda og lítið nærst. Margir virtust því hafa sýkst af einhverri kvefpest. „Það er erfitt að ferðast með börnin. Í dag gengum við í sex tíma áður en við greiddum sendiferðabílstjóra fyrir að taka okkur upp í. Þetta er hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu þau hreinlega dáið þar sem það er enginn til að annast þau,“ sagði hinn 27 ára fyrrverandi strætisvagnastjóri Marlon Anibal Castellanos, frá San Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann er einn þessara þúsunda flóttamanna og ferðast með konu sinni, níu ára dóttur og sex ára syni. Samkvæmt aðgerðasinna sem aðstoðar flóttamannalestina, var hlé gert í gær til þess að minnast eins úr hópnum sem lést á leiðinni. Enn þarf hópurinn að ganga á annað þúsund kílómetra til þess að komast að landamærum Bandaríkjanna. Samkvæmt því sem sagði í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu stór hluti fer alla leið. Til að mynda komust einungis 200 af þeim 1.200 sem lögðu af stað í svipaða för fyrr á árinu að landamærum Kaliforníu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Hin svokallaða flóttamannalest hélt áfram för sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær eftir að flóttamennirnir höfðu sofið undir berum himni. Talið er að rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-Ameríku séu í hópnum. Blaðamaður AP á svæðinu sagði að heyra hefði mátt hóstakór. Flóttamenn væru flestir í slæmu ástandi eftir að hafa sofið illa og lítið úti í kulda og lítið nærst. Margir virtust því hafa sýkst af einhverri kvefpest. „Það er erfitt að ferðast með börnin. Í dag gengum við í sex tíma áður en við greiddum sendiferðabílstjóra fyrir að taka okkur upp í. Þetta er hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu þau hreinlega dáið þar sem það er enginn til að annast þau,“ sagði hinn 27 ára fyrrverandi strætisvagnastjóri Marlon Anibal Castellanos, frá San Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann er einn þessara þúsunda flóttamanna og ferðast með konu sinni, níu ára dóttur og sex ára syni. Samkvæmt aðgerðasinna sem aðstoðar flóttamannalestina, var hlé gert í gær til þess að minnast eins úr hópnum sem lést á leiðinni. Enn þarf hópurinn að ganga á annað þúsund kílómetra til þess að komast að landamærum Bandaríkjanna. Samkvæmt því sem sagði í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu stór hluti fer alla leið. Til að mynda komust einungis 200 af þeim 1.200 sem lögðu af stað í svipaða för fyrr á árinu að landamærum Kaliforníu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44