Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 13:28 Gylfi Arnbjörnsson lætur senn af embætti forseta ASÍ. fréttablaðið/eyþór Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga. Kjaramál Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga.
Kjaramál Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira