Hef bætt mig í varnarleiknum hérna Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2018 11:00 Martin í leik með Alba Berlin. vísir/getty Martin Hermannsson hefur verið að gera sig meira og meira gildandi með þýska liðinu Alba Berlin í undanförnum leikjum liðsins. Martin gekk til liðs við Berlínarliðið í sumar og segir að það hafi tekið hann nokkra leiki að aðlagast breyttu tempói og að komast inn í leikskipulag liðsins. Nú sé hann hins vegar kominn betur inn í hlutina og njóti sín vel á vellinum. „Það fer vel um okkur hérna í Berlín og það hefur verið vel tekið á móti okkur. Ég var að koma inn í þéttan kjarna af leikmönnum sem fóru alla leið í úrslitaeinvígið gegn Bayern síðasta vor og það tók mig smá tíma að komast inn í leikskipulagið hjá liðinu. Ég hef verið að leika mest sem skotbakvörður og það hentar mér vel að þurfa ekki að stýra liðinu sem leikstjórnandi á meðan ég er að koma mér inn í hlutina og flæðið í liðinu," segir Martin í samtali við Fréttablaðið um fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Mér hefur gengið betur og betur með hverjum leiknum og það er gott að finna það traust sem ég fæ frá þjálfaranum og liðsfélögum mínum. Við erum með afar reyndan þjálfara sem hefur þjálfað marga af bestu evrópsku leikmönnunum, til að mynda þá sem hafa komist alla leið í NBA á undanförnum árum. Mér finnst ég hafa bætt mig mjög í varnarleiknum undir handleiðslu hans og einnig tel ég að ég sé yfirvegaðri í sóknarleiknum,“ segir Martin sem var stigahæsti leikmaður Alba Berlin með 17 stig í sigri liðsins gegn Ulm í þýsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöldið. „Umgjörðin hér er alveg frábær og algerlega á pari við það sem gerist í NBA. Við erum með um það bil 10.000 áhorfendur á hverjum leik sem er algerlega geggjað. Við erum með lið sem getur klárlega farið alla leið í deildinni, en innan félagsins er tveggja ára plan um að gera harða atlögu að titlinum annað hvort næsta vor eða tímabilið þar á eftir. Við erum svo í fínni stöðu í Evrópubikarnum, en mér fróðari menn segja að sú keppni sé sérstaklega sterk í ár. Þar séu að spila leikmenn sem hafi spilað undanfarin ár í Evrópudeildinni og hafi reynslu af NBA,“ segir Vesturbæingurinn um markmið liðsins á leiktíðinni. „Það er ofboðslega gaman að vera kominn aftur í umhverfi þar sem árangurs er krafist og metnaður að berjast um þá titla sem í boði eru. Við eigum góða möguleika á að komast í Evrópudeildina á næsta tímabili, sem er stærsta sviðið í Evrópukörfuboltanum, annað hvort með því að vinna deildina eða komast inn sem „wildcard“. Það er frábært að vera að máta sig reglulega við bestu leikmenn Evrópu og sjá hvar ég stend í samanburði við þá. Vonandi held ég áfram að spila jafn vel og ég hef gert undanfarið og held áfram að bæta leik minn,“ segir hann um framhaldið. Körfubolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Martin Hermannsson hefur verið að gera sig meira og meira gildandi með þýska liðinu Alba Berlin í undanförnum leikjum liðsins. Martin gekk til liðs við Berlínarliðið í sumar og segir að það hafi tekið hann nokkra leiki að aðlagast breyttu tempói og að komast inn í leikskipulag liðsins. Nú sé hann hins vegar kominn betur inn í hlutina og njóti sín vel á vellinum. „Það fer vel um okkur hérna í Berlín og það hefur verið vel tekið á móti okkur. Ég var að koma inn í þéttan kjarna af leikmönnum sem fóru alla leið í úrslitaeinvígið gegn Bayern síðasta vor og það tók mig smá tíma að komast inn í leikskipulagið hjá liðinu. Ég hef verið að leika mest sem skotbakvörður og það hentar mér vel að þurfa ekki að stýra liðinu sem leikstjórnandi á meðan ég er að koma mér inn í hlutina og flæðið í liðinu," segir Martin í samtali við Fréttablaðið um fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Mér hefur gengið betur og betur með hverjum leiknum og það er gott að finna það traust sem ég fæ frá þjálfaranum og liðsfélögum mínum. Við erum með afar reyndan þjálfara sem hefur þjálfað marga af bestu evrópsku leikmönnunum, til að mynda þá sem hafa komist alla leið í NBA á undanförnum árum. Mér finnst ég hafa bætt mig mjög í varnarleiknum undir handleiðslu hans og einnig tel ég að ég sé yfirvegaðri í sóknarleiknum,“ segir Martin sem var stigahæsti leikmaður Alba Berlin með 17 stig í sigri liðsins gegn Ulm í þýsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöldið. „Umgjörðin hér er alveg frábær og algerlega á pari við það sem gerist í NBA. Við erum með um það bil 10.000 áhorfendur á hverjum leik sem er algerlega geggjað. Við erum með lið sem getur klárlega farið alla leið í deildinni, en innan félagsins er tveggja ára plan um að gera harða atlögu að titlinum annað hvort næsta vor eða tímabilið þar á eftir. Við erum svo í fínni stöðu í Evrópubikarnum, en mér fróðari menn segja að sú keppni sé sérstaklega sterk í ár. Þar séu að spila leikmenn sem hafi spilað undanfarin ár í Evrópudeildinni og hafi reynslu af NBA,“ segir Vesturbæingurinn um markmið liðsins á leiktíðinni. „Það er ofboðslega gaman að vera kominn aftur í umhverfi þar sem árangurs er krafist og metnaður að berjast um þá titla sem í boði eru. Við eigum góða möguleika á að komast í Evrópudeildina á næsta tímabili, sem er stærsta sviðið í Evrópukörfuboltanum, annað hvort með því að vinna deildina eða komast inn sem „wildcard“. Það er frábært að vera að máta sig reglulega við bestu leikmenn Evrópu og sjá hvar ég stend í samanburði við þá. Vonandi held ég áfram að spila jafn vel og ég hef gert undanfarið og held áfram að bæta leik minn,“ segir hann um framhaldið.
Körfubolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum