Óhrædd við að fara gegn flokkslínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2018 20:00 Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands. Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands.
Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira