Launaleynd og þyngdarlögmálið Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2018 08:00 Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun