Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 22:57 Talsmaður embættis Roberts Mueller segir ekkert hæft í ásökunum sem hafa verið boðaðar um meint kynferðisbrot hans. Vísir/Getty Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51