Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:56 Kaupin á WOW verða í forgrunni á hlutahafafundi Icelandair í lok mánaðarins. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30