Umhverfisþing fer fram í dag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar